Vor- og útskriftarferðir

Bogfimi er gríðarlega vinsæl hjá öllum aldurshópum

Bogfimi er gríðarlega vinsæl hjá öllum aldurshópum

Vill bekkurinn fara í vorferð? Er kannski komið að útskrift? Á Úlfljótsvatni er góð aðstaða fyrir skólahópa, hvort sem þeir eru að leita að skemmtilegri og uppbyggilegri upplifun eða bara stað til að gista á.

Við getum einnig aðstoðað við heildarskipulag ferða, til að halda kostnaði í lágmarki.

Á Úlfljótsvatni geta hópar fengið:

• Gistingu í inniaðstöðu (kojum) eða á tjaldsvæði
• Gómsætan mat eða aðstöðu til að elda (leitið upplýsinga)
• Dagskrá á svæðinu, s.s. klifur í hæsta klifurturni landsins, bogfimi, kajak- og kanósiglingar, útieldun, hópefli, frisbígolf, rathlaup og margt fleira
• Bókað í aðrar ferðir og dagskrá, s.s. paintball, Adrenalíngarðinn, river-rafting, snorkl, jöklagöngu og margt fleira.
• Spilað fótbolta og blak, klifrað í klifurnetinu og farið í vatnasafaríið eða notið þess að vera úti í náttúrunni.

 

Hafið samband á ulfljotsvatn@skatar.is eða hringið í 482 2674 til að fá frekari upplýsingar.