Þátttakendur gista í JB-skála (fremst á myndinni) og DSÚ-skála (fyrir aftan JB).

JB-skáli (fremst á myndinni) og DSÚ-skáli (fyrir aftan JB).

Úlfljótsvatn er staðsett fyrir neðan (sunnan) Þingvallavatn, um 40 km frá Reykjavík. Þar reka skátar útilífsmiðstöð með margvíslegri þjónustu fyrir börn og ungmenni, fjölskyldur og fyrirtækjahópa.

Skólabúðirnar á Úlfljótsvatni eru hluti af útilífsmiðstöðinni.

Frá höfuðborgarsvæðinu tekur um 40-60 mínútur að keyra að Úlfljótsvatni eftir því hvaða leið er valin. Flestar rútur keyra þjóðveg 1 að Selfossi og beygja þar upp Biskupstungnabraut (nr. 35). Ekið er fram hjá Þrastaskógi og beygt inn á Þingvallaveg (nr. 36). Við Írafossstöð er beygt í vestur en stöðin er neðst þriggja orkuvera Landsvirkjunar sem að standa við, og nýta vatn úr, Úlfljótsvatni.

Smelltu hér til að skoða nákvæma staðsetninguna á korti á ja.is.

kort2