Skólabúðir fyrir 7. bekk
Skólabúðirnar á Úlfljótsvatni bjóða 2 og 3 daga dagskrá fyrir nemendur á mið- og unglingastigi grunnskóla. Dagskráin er uppfull af spennandi tækifærum til að prófa eitthvað nýtt. Í gegnum útivist, hreyfingu og athafnanám fá nemendur tækifæri til að sinna skemmtilegum verkefnum í „raunheimum“ og vinna saman. Með því að takast á við nýjar áskoranir og sjá árangur af erfiði sínu eykst sjálfstraust og sjálfsvirðing þátttakenda. Í hópeflisleikjum og skemmtilegum verkefnum eflist samkennd og samvinna.
  • Klifur
  • Bogfimi
  • Hópefli
  • Gaga bolti
  • Úlla – Karaoke
Bókaðu núna!
Við gerð dagskrár skólabúðanna eru grunnstoðir nýrrar aðalnámskrár hafðar til hliðsjónar.

Dagskráin miðast nær öll við útiveru og að nýta það frábæra umhverfi sem staðurinn býður upp á. Það er því mikilvægt að nemendur, kennarar og aðstoðarfólk sé vel útbúið og hafi meðferðis hlífðarfatnað, vatns- og vindþolinn, svo og föt til skiptanna.

Markmið skólabúðanna eru að:

  • Gefa nemendum kost á að njóta leikja og starfa við útiveru og útivist í náttúrunni.
  • Gefa nemendum kost á að læra um náttúruna og umhverfismál með athafnanámi
  • Efla samkennd nemenda, samskiptafærni, gagnkvæm tengsl og virðingu
  • Gefa nemendum kost á að takast á við spennandi áskoranir í nýju umhverfi Nemendur lifi heilbrigðu líferni með hollum mat og góðri hreyfingu á meðan á dvöl stendur
  • Þetta er gert með því að kynna þeim gildi samstarfs, hollrar útivistar og virðingu fyrir náttúrunni. Mikið er lagt upp úr hópefli og samstarfi en einnig er boðið upp á þann möguleika að nýta staðinn og starfsfólkið til að vinna verkefni tengd náttúrfræði eða öðrum greinum í náttúrunni.

Meðal starfsmanna skólabúðanna eru mjög reyndir skátar, útivistarfólk og björgunarsveitarfólk.

1 nótt Kynningarganga, bogfimi, rathlaup, íþróttaleikar, útieldun, klifur, kvöldvaka.
17.900 kr. á mann
2 nætur Kynningarganga, hópefli, frisbígolf, heimsókn í Ljósafossstöð, bogfimi, rathlaup, íþróttaleikar, útieldun, klifur, kvöldvaka.
20.900 kr. á mann

Við gerð dagskrár skólabúðanna eru heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna höfð til hliðsjónar.
Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði
Stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar
Tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi
Jafnrétti kynjanna verði tryggt og staða allra kvenna og stúlkna styrkt
Vernda og endurheimta vistkerfi á landi og stuðla að sjálfbærri nýtingu þeirra, vinna að sjálfbærri stjórn skóga, berjast gegn eyðimerkurmyndun, stöðva jarðvegseyðingu, endurheimta landgæði og sporna við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni