Skólabúðir á Úlfljótsvatni

– Síðan 1991

Nýjar áherslur

Aðalskálarnir á Úlfljótsvatni.

Aðalskálarnir á Úlfljótsvatni.

Á Úlfljótsvatni hafa verið reknar skólabúðir um áratugaskeið. Við erum mjög stolt af skólabúðunum okkar og höfum verið að vinna að því að gera þær enn betri.

Við getum tekið við 2-3 bekkjardeildum á hverjum tíma eða allt að 60 manna hópum að hámarki. Stærri árgangar verða að koma í smærri hópum. Skólarnir velja svo hversu langan tíma þeir vilja að nemendur dvelji í skólabúðunum, 1 nótt, 2 nætur.

Þétt dagskrá með áherslu á útivist

Fjallganga, klifur, bogfimi, umhverfisfræðsla og margt fleira!

Skólabúðirnar eru staðsettar í Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni. Svæðið er eitt best útbúna útivistarsvæði landsins með óteljandi möguleikum til leiks og náms. Í starfsliði okkar er starfsfólk með mikla reynslu af skátastarfi, útivist og vinnu með börnum. Dagskrána byggjum við á skátaaðferðinni og styðjumst við grunnþætti menntunar í starfi okkar. Þó að áherslan sé á útivist og við reynum að vera sem mest utandyra með dagskránna, vitum við að veður getur verið misjafnt og erum því með aðstöðu innandyra ef svo ber undir. Meðal nýjunga á staðnum er meðal annars nýr fullbúinn kennslusalur sem mögulegt er að notast við í dagskrá innandyra.

 

Dagskrá í höndum starfsfólks Úlfljótsvatns

Yfir daginn er dagskráin alfarið í höndum starfsfólks útilífsmiðstöðvarinnar en fyrir kvöldmat taka kennarar og aðrir fylgdarmenn við hópnum. Starfsfólk útilífsmiðstöðvarinnar getur aðstoðað við kvölddagskrá.
Dæmi um kvölddagskrá.

  • „Úlla- Karaoke“
  • Kvöldvaka, hægt er að fá lánaðar gítar og söngbækur
  • Tískusýning nemenda
  • Spilakvöld
  • Diskó

 

Tímabil

Hausttönn: 25. september til 17. nóvember. ||  Vorönn: 5. mars til 1. júní.

Við minnum á að plássin eru takmörkuð og að það borgar sig að sækja um snemma til að komast að á þeim tíma sem hentar ykkar skóla.

Bókanir og frekari upplýsingar

Binda, hnýta, hanna, smíða. Súrringar eru mikil list.

Binda, hnýta, hanna, smíða. Súrringar eru mikil list.

Smellið hér til að sækja um pláss í skólabúðum skólaárið 2020 – 21

 

Einnig má finna upplýsingabækling fyrir tímabil 2020-2021 hér.

Fyrir frekari upplýsingar og fyrirspurnir um aðrar skólaheimsóknir er hægt að senda póst á ulfljotsvatn@skatar.is eða hringja í síma 482 2674.

Úlfljótsvatn getur pantað rútuna fyrir hópinn þinn. Verð á hvern nemenda af höfuðborgarsvæðinu er 4.900 kr. fyrir báðar leiðir.

1 nótt Kynningarganga, bogfimi, rathlaup, íþróttaleikar, útieldun, klifur, kvöldvaka.
17.900 kr. á mann
2 nætur Kynningarganga, hópefli, frisbígolf, heimsókn í Ljósafossstöð, bogfimi, rathlaup, íþróttaleikar, útieldun, klifur, kvöldvaka.
20.900 kr. á mann