Hér fyrir neðan má finna PDF skjöl með ítarefni bæði fyrir nemendur kennara
Skemmtilegar skólabúðir!Skólabúðirnar á Úlfljótsvatni bjóða 2 og 3 daga dagskrá fyrir nemendur í 5. eða 7. bekk grunnskóla. Dagskráin er uppfull af spennandi tækifærum til að prófa eitthvað nýtt. Í gegnum útivist, hreyfingu og athafnanám fá nemendur tækifæri til að sinna skemmtilegum verkefnum í „raunheimum“ og vinna saman. Með því að takast á við nýjar áskoranir og sjá árangur af erfiði sínu eykst sjálfstraust og sjálfsvirðing þátttakenda. Í hópeflisleikjum og skemmtilegum verkefnum eflist samkennd og samvinna.
Úlfljótsvatn getur pantað rútuna fyrir hópinn þinn. Verð á hvern nemenda af höfuðborgarsvæðinu er 4.900 kr. fyrir báðar leiðir.
- 1 nótt Kynningarganga, bogfimi, rathlaup, íþróttaleikar, útieldun, klifur, kvöldvaka.
17.900 kr. á mann - 2 nætur Kynningarganga, hópefli, frisbígolf, heimsókn í Ljósafossstöð, bogfimi, rathlaup, íþróttaleikar, klifur, kvöldvaka.
20.900 kr. á mann
Bóka núna!
Bókaðu fyrir hópinn þinn núna.
Ekki missa af frábæru tækifæri til að þjappa nemendahópnum betur saman.
Bóka núna!