Leikskólar

Fjöldi leikskóla hefur notað Útilífsmiðstöðina sem athvarf í dagsferðum, útskriftarferðum eða sem miðsstöð fyrir fjölskylduútilegur svo eitthvað sé nefnt.

Þinn leikskóli er velkominn í miðstöðina. Hérna eru nokkrar hugmyndir um það sem að hægt er að gera.

Dagsferð á Úlfljótsvatn.

Margir leikskólar kjósa að koma með hópa í dagsferðir. Þá geta þeir notið þess að bjóða krökkunum upp á að leika sér og starfa í nýju en öruggu umhverfi. Heimsókn í miðstöðina kostar 300 kr á barn en innifalið í því er öll aðstaða s.s. salernisaðstaða, afnot af stórum grillum (koma þarf með kol með sér eða kaupa þau á staðnum), afnot af leiktækjum og þjónustumiðstöð staðarins.

Hægt er að panta mat og frekri þjónustu s.s. ratleiki, hópefli leiki eða afnot af bátum miðstöðvarinnar.

Dæmi um vel heppnaða dagsferð:

Lagt af stað frá leikskóla klukkan 9:00.
Komið á Úlfljótsvatn klukkan 10:00
Morgunhressing klukkan 10:00 (hægt að panta frá miðstöðinni)
Ratleikur um svæðið klukkan 10:30 (hægt að panta eða nota fasta leiki)
Hádegismatur klukkan 12:00 (t.d. grill, hægt að panta frá miðstöðinni)
Leikir t.d. hópefli eða spennandi stöðvaleikir klukkan 13:00 (hægt að panta)
Heimferð klukkan 15:00
komið heim klukkan 16:00

Tekið er á móti hópum í dagsferðir allt árið.

Smelltu hér til að hafa samband og fá frekari upplýsingar og tilboð.

Heimsókn á Úlfljótsvatn

Skátamiðstöðin er frábær staður til að stoppa á lengri ferðum s.s. í heimsókn á Geysi eða Þingvelli. Margir leikskólar kjósa að koma í stutt stopp og nota fyrsta flokks aðstöðu. Hægt er að teygja úr sér, leika í leiktækjunum, fara á salernið og grilla eða setjast niður innandyra til að borða.

Heimsókn í miðstöðina kostar 300 kr á barn en innifalið í því er öll aðstaða s.s. salernisaðstaða, afnot af stórum grillum (koma þarf með kol með sér eða kaupa þau á staðnum), afnot af leiktækjum og þjónustumiðstöð staðarins.

Fjölskylduútilegur eða ferðir

Fjöldi leikskóla notar Útilífsmiðstöðina fyrir fjölskylduferðir s.s. tjaldferðir að vori. Tjaldsvæðið að Úlfljótsvatni er opið almenningi öll sumur frá byrjun maí og fram í miðjan september. Alla jafna lokar tjaldsvæðið ekki nema þegar stórmót fara fram. Ekkert slíkt er fyrirhugað árin 2014 og 2015.

Líkt og á öðrum tímum er alltaf hægt að leigja báta, klifurturn eða annað sem að hópurinn hefur áhuga á.

Hægt er að panta dagskrá og aðstoð við slíkar ferðir.

Tjaldsvæðið er fjölskyldutjaldsvæði þannig að börn undir 16 ára gista frítt.
Gistigjaldið er kr. 1400 á nótt fyrir 16 ára og eldri og rafmagn kostar 1000 nóttin.

Stærri hópar eru hvattir til að leita tilboða í gistingu og þjónustu.

Smelltu hér til að fá frekari upplýsingar og tilboð.

Útskriftarferðir

Fjölmargir leikskólar hafa komið með útskriftarnemendur í útskriftarferðir á Úlfljótsvatn. Það er tilvalið að koma og njóta þess að verja tíma með nemendum í fallegu umhverfi miðstöðvarinnar.

Líkt og á öðrum tímum er alltaf hægt að leigja báta, klifurturn eða annað sem að hópurinn hefur áhuga á.

Hægt er að panta dagskrá og aðstoð við slíkar ferðir.