Leikskólaferðir á Úlfljótsvatn

Við höfum verið að taka á móti leikskólahópum í vorferðir og útskriftarferðir mörg undanfarin ár. Í ár verður engin undantekning á því. Við erum jafnframt að bæta þjónustuna okkar og bjóða upp á spennandi dagskrá og hádegismat fyrir leikskólahópa. Hvort sem að hópurinn er að koma í útskriftarferð eða vorferð er hægt að finna eitthvað við hæfi.

Útskriftarferð/vorferð 2020:

Dagskrá:
• Koma á Úlfljótsvatn klukkan 10:00
• Fara í ratleik um svæðið (myndaratleikur með aðstoð kennara)
• Grilla pylsur (með aðstoð starfsmanna)
• Leikir (hoppukastali ef veður hentar illa fyrir útileiki), útivera og poppað yfir glóð
• Brottför frá Úlfljótsvatni um klukkan 14:00 (eða eftir óskum)

Verð 1.900 kr. á mann.
(6.800 kr. með rútu frá höfuðborgarsvæðinu)
Pylsur og drykkur innifalin ásamt kaffi fyrir kennara.

 

Aðrar leikskólaferðir:

Það er gaman að koma í heimsókn á Úlfljótsvatn. Það er margt hægt að gera t.d. leika í leiktækjunum, rannsaka skóginn eða fara í leiki með starfsfólki staðarins.

Hafðu samband og við getum búið til ferð sem að hentar þörfum þínst hóps. Við getum útvegað allt frá dagskránni og matnum til rútunnar á staðinn. Það er því auðvelt að koma í heimsókn.

Svo má bæta við skemmtilegum atriðum eins og klifurturni eða bátsferð á vatnið.

Hafðu sambandi við okkur til að fá frekari upplýsingar eða önnur tilboð.

 

Sendu fyrirspurn eða bókun á ulfljotsvatn@skatar.is eða hringdu í síma 482 2674.

Kíktu á okkur á facebook: Smelltu hér.