Skólabúðir síðan 1991

Hópefli

Hópefli

Útilífsmiðstöð skáta hefur um árabil tekið á móti skólahópum af öllum skólastigum. Útilífsmiðstöðin hefur haldið úti skólabúðum fyrir grunnskóla ásamt því að taka á móti skólum í skólaferðalög, námsferðir, útskriftarferðir og erlendum skólum í skólaferðalögum.

Fjölbreytt þjónusta fyrir öll skólastig

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval þjónustu þar sem að hægt er að panta allt frá útigrilli yfir í fullt fæði eða stuttri leikjadagskrá yfir í margra daga gönguferðir.

Stutt að fara

Rathlaupskennsla.

Rathlaupskennsla.

Úlfljótsvatn er frábærlega staðsett fyrir skólahópa.  Hæfilega langt frá borginni og því þarf kostnaður við ferðalagið ekki að vera of hár. Vatnið stendur mitt í fallegu og fjölbreyttu umhverfi þar sem mikið er um fuglalíf. Undanfarna áratugi hafa skátar ræktað upp skóg í hlíðum Úlfljótsvatnsfjalls sem að gestir geta nú notið. Útilífsmiðstöðin hefur einnig byggt upp eitt stærsta og best búna tjaldsvæði landsins. Smelltu hér til að sjá kort.

 

Skoðaðu það sem viðhöfum uppá að bjóða og hafðu samband til að fá frekri upplýsingar og tilboð.

Smelltu hér til að hafa samband eða hringdu í síma 482 2674

Sjáumst!