Ævintýri og útivist – skemmtilegar skólaferðir á Úlfljótsvatn

GE DIGITAL CAMERAVið bjóðum alla skóla velkomna til okkar í skemmtilega og spennandi dagskrá.

Á Úlfljótsvatni hafa verið reknar vinsælar skólabúðir frá árinu 1991, fyrir nemendur og kennara mið- og unglingastiga allra grunnskóla. Í boði er tveggja, þriggja og fimm daga heimsóknir. Smellið hér til að skoða upplýsingar um skólabúðirnar.

Nemendur af öðrum skólastigum eru vitaskuld líka velkomnir á Úlfljótsvatn. Margir leikskólar koma til dæmis í vorferðir til okkar, auk þess sem nemendur framhaldsskóla og háskóla koma í skemmti- og námsferðir.

 

Ef þú vilt bóka heimsókn fyrir hópinn þinn eða fá frekari upplýsingar geturðu sent okkur tölvupóst á ulfljotsvatn@skatar.is eða hringt í 482 2674.

Sjáumst á Úlfljótsvatni!